
Fótbolti
Eiður í byrjunarliðinu gegn Deportivo

Leikur Deportivo og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í kvöld, en liðið verður án nokkurra fastamanna sem eru hvíldir fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í næstu viku.