Handbolti

Leikmannahópar landsliðsins kynntir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson er í A-landsliði karla.
Aron Pálmarsson er í A-landsliði karla. Mynd/E. Stefán

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt í tveimur æfingamótum í upphafi janúar.

Ólafur Stefánsson er ekki í landsliðshópnum en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan á Ólympíuleikunum í sumar. Þá eru þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Sigfús Sigurðsson og Alexander Petersson fjarverandi vegna meiðsla.

Fyrst keppir landsliðið á minningarmóti Staffan Holmqvist, fyrrum formann sænska handboltasambandsins sem og Handknattleikssambands Evrópu en hann lést á árinu. Staffan var á sínum tíma þekktur í Svíþjóð sem liðsstjóri Lugi í Lundi þegar Jón Hjaltalín Magnússon lék með liðinu. Holmqvist sagði að á sinni ævi hefði hann aldrei séð mann skjóta jafn fast og Jón Hjaltalín.

Þess má einnig til gamans geta að á sínum tíma skaut Jón Hjaltalín niður vallarklukkuna í Lundi við lítinn fögnuð viðstaddra.

Ísland mætir B-liði Svíþjóðar þann 4. janúar og svo Egyptalandi tveimur dögum síðar. Þann 7. janúar verður spilað um sæti á mótinu.

Ísland tekur þá þátt í fjögurra liða æfingamóti í Danmörku dagana 9.-11. janúar ásamt heimamönnum, Rúmeníu og Bosníu.

Þá var leikmannahópurinn tilkynntur fyrir hið svokallaða 2012-landslið sem tekur þátt í Challange George Marrane-æfingamótinu í Frakklandi dagana 8.-11. janúar. Þjálfari liðsins er Kristján Halldórsson.

A-landsliðið:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld

Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof

Aðrir leikmenn:

Aron Pálmarsson, FH

Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG

Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt

Ingimundur Ingimundarson, Minden

Logi Geirsson, Lemgo

Ragnar Óskarsson, Dunkurque

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Rúnar Kárason, Fram

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Sturla Ásgeirsson, Düsseldorf

Sverre Jakobsson, HK

Vignir Svavarsson, Lemgo

Þórir Ólafsson, Lübbecke

2012-landsliðið:

Markverðir:

Ólafur Haukur Gíslason, Val

Pálmar Pétursson, Val

Aðrir leikmenn:

Arnór Þór Gunnarsson, Val

Elvar Friðriksson, Val

Fannar Friðgeirsson, Stjörnunni

Freyr Brynjarsson, Haukum

Guðmundur Árni Ólafsson, Selfossi

Hannes Jón Jónsson, Burgdorf

Ingvar Árnason, Val

Kári Kristján Kristjánsson, Haukum

Oddur Grétarsson, Akureyri

Ólafur Guðmundsson, FH

Sigurgeir Árni Ægisson, HK

Sigurður Ari Stefánsson, Elverum

Sverrir Hermannsson, Víking






Fleiri fréttir

Sjá meira


×