Fótbolti

Van der Sar sá fimmti elsti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edwin van der Sar, leikmaður Manchester United.
Edwin van der Sar, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / AFP

Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni.

Van der Sar er næstelsti markvörðurinn í sögu úrslitaleiksins en sá elsti er Dino Zoff sem var rúmlega 41 árs gamall þegar hann hélt marki Juventus hreinu gegn Hamburg árið 1983.

Zoff er elsti leikmaðurinn sem hefur leikið í úrslitaleiknum en Ítalir eru fjölmennir á þessum lista og eiga fjóra af efstu tíu.

Paolo Maldini er næstelstur en hann var tæplega 39 ára gamall þegar AC Milan vann Liverpool í úrslitaleiknum í fyrra.

Tíu elstu leikmenn úrslitaleiksins:

1. Dino Zoff, Juventus (1983) 41 árs / 86 daga

2. Paulo Maldini, AC Milan (2007) 38/331

3. Lothar Matthäus, Bayern München (1999) 38/66

4. Alfredo di Stefano, Real Madrid (1964) 37/328

5. Edwin van der Sar, Man Utd (2008) 37/205

6. Ferenc Puskas, Real Madrid (1964) 37/55

7. Pietro Vierchowod, Juventus (1966) 37/46

8. Alessandro Costacurta, AC Milan (2003) 37/34

9. Toninho Cerezo, Sampdoria (1992) 37/29

10. Antonio Ramallets, Barcelona (1961) 36/361




Fleiri fréttir

Sjá meira


×