Handbolti

Sävehof gaf eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.

Sävehof, lið Hreiðars Guðmundssonar, tapaði í gær fyrir Ystad í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Sävehof vann fyrstu tvo leikina í rimmunni og hefði dugað sigur í þriðja leiknum á heimavelli í gær til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Ystad vann hins vegar leikinn, 29-25.

Hreiðar lék allan leikinn í marki Sävehof og átti góðan leik. Hann varði sautján skot, þar af tvö víti, sem gera 40 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Það dugði engu að síður ekki til.

Deildarmeistarar Hammarby tryggðu sér í gær sæti í úrslitunum með því að leggja H43 að velli, 29-23, og 3-0 í einvíginu.

Næsti leikur Sävehof og Ystad fer fram á mánudaginn kemur, þá á heimavelli Ystad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×