Enski boltinn

Sonur Beckham erfir aukaspyrnutæknina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Romeo var klæddur í búning LA Galaxy og bar númerið 23 eins og pabbi.
Romeo var klæddur í búning LA Galaxy og bar númerið 23 eins og pabbi.

Romeo Beckham vakti mikla athygli í knattspyrnuskóla í Bandaríkjunum þegar hann tók aukaspyrnur.

Þessi fimm ára sonur David Beckham þótti minna mjög á föður sinn þegar kom að því að spyrna.

Miðað við aldur voru aukaspyrnur hans víst magnaðar og tæknin ekki ólík kennileyti föður hans.

„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu. Lögunin á líkama hans þegar hann spyrnti var ótrúlega lík því sem maður þekkir frá David," sagði einn sjónarvottur við breska blaðið The Sun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×