Handbolti

Logi minnti á sig

Logi Geirsson
Logi Geirsson Mynd/Vilhelm

Logi Geirsson var maður leiksins í dag þegar íslenska landsliðið gerði 31-31 jafntefli við Norðmenn í undankeppni EM. Logi skoraði 13 mörk í leiknum.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná stigi hérna því það er langt síðan þeir hafa tapað stigi í þessu húsi. Við komum bara sterkir í þennan leik," sagði Logi í viðtali á Rúv eftir leikinn.

Hann var að vonum sáttur með sína frammistöðu og minnti þjálfara sinn Guðmund Guðmundsson vel á sig.

"Ég ákvað að nýta tækifærið og er sáttur. Ég ákvað að nota tækifærið og sýna mig af því Guðmundur hefur ekki látið mig byrja inn á síðan hann varð landsliðsþjálfari og var bara að svara því," sagði Logi.

Hann lofaði því að íslenska liðið kæmist á EM. "Við tökum þetta ef Gummi lætur mig byrja inn á í skyttunni," sagði Logi og hló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×