Verðfall á olíu dregur fleiri ríki inn í kreppu Guðjón Helgason skrifar 26. desember 2008 18:30 Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira