Svo gæti farið að mjög skuldsett knattspyrnufélög verði útilokuð frá Evrópukeppnunum í knattspyrnu, að sögn David Taylor, framkvæmdarstjóra Knattspyrnusambands Evrópu.
Félögum er óheimilt að taka þátt í Evrópukeppnum nema að standas leyfiskerfi UEFA. Taylor segir að félögin verða því að takast á við sínar skuldir eða hljóta viðeigandi refsingu.
„Það yrði rætt við viðkomandi félög og þau vöruð við áður en þau yrðu útilokuð frá keppnunum en sá kostur er vissulega möguleiki," sagði Talyor.
Ensk knattspyrnufélög eru sögð vera þrír milljarðar punda. Talið er að þriðjungur þeirra upphæðar megi skrifa á Liverpool, Chelsea og Manchester United.
„Það hefur skapast áhyggjuástand vegna þessara talna, ekki síst í ljósi fjármálakreppunnar," sagði Taylor við fréttastofu BBC.