Fótbolti

Guðjón sagður taka við Hearts

MYND/Stefán

Skoska blaðið Daily Record slær því upp í dag að Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna í Landsbankadeildinni, hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts.

Þar kemur einnig fram að hann verði kynntur til sögunnar á morgun og að aðstoðarmaður hans verði Terry Butcher, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. Guðjón er sagður hafa verið í Edinborg í gær til að ganga frá samningum og hafi þegar rætt við Butcher um samstarf.

Bent er á að Guðjón hafi þjálfað enska liðið Stoke í þrjú ár en hann er nú á öðru ári sínu með Skagamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×