Enski boltinn

Robson játar sig sigraðan gegn krabbameininu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Bobby Robson í stúkunni á landsleik með Englandi.
Sir Bobby Robson í stúkunni á landsleik með Englandi.

Sir Bobby Robson hefur viðurkennt að hann muni tapa baráttu sinni gegn lungnakrabbameininu fyrr frekar en síðar. Þessi 71. árs knattspyrnustjóri segist vera farinn að horfast í augu við dauðann.

„Ég er ákveðinn í að reyna að nýta tímann sem ég á eftir sem best. Ég mun deyja fyrr en síðar. En þannig er bara gangur lífsins, ég hef notið hverrar mínútu," sagði Robson.

Robson var sex áratugi í boltanum, fyrst sem leikmaður með Fulham og enska landsliðinu og síðan sem knattspyrnustjóri bæði á Englandi og erlendis. Þá stýrði hann einnig enska landsliðinu um tíma.

Hann stýrði síðast Newcastle og sinnti einnig starfi sem ráðgjafi fyrir írska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×