Einvígi Hamilton og Alonso verður harðara í ár 12. mars 2008 13:21 Mark Webber kom hingað til lands þegar hann var hjá Williams forðum Mynd/Vilhelm Ástralinn Mark Webber sem ekur hjá Red Bull í Formúlu 1, segir að einvígi þeirra Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Renault verði harðara en nokkru sinni fyrr á komandi tímabili nú þegar þeir eru ekki lengur í sama liði. Hamilton og Alonso deildu mikið á síðasta tímabili og skiptust á föstum skotum í fjölmiðlum. "Það eru litlir kærleikar milli þessara manna og þeir eiga eftir að verða enn grimmari nú þegar þeir aka fyrir sitt hvort liðið. Þetta gæti átt eftir að verða stórkostlegt einvígi," sagði Íslandsvinurinn Webber. Hann spáir því að Hamilton eigi eftir að verða góður á komandi tímabili, en tippar engu að síður á að Kimi Raikkönen hjá Ferrari muni vinna aftur. "Lewi er góður og þó bíllinn hans hafi verið mjög góður, var það engu að síður aðdáunarvert hvernig hann hélt í við Alonso. Ég held samt að það verði Kimi sem verður heimsmeistari. Honum og Ferrari-liðinu hefur gengið vel og ég hugsa að hann eigi eftir að njóta sín betur í ár nú þegar hann hefur náð að krækja sér í titil," sagði Ástralinn. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber sem ekur hjá Red Bull í Formúlu 1, segir að einvígi þeirra Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Renault verði harðara en nokkru sinni fyrr á komandi tímabili nú þegar þeir eru ekki lengur í sama liði. Hamilton og Alonso deildu mikið á síðasta tímabili og skiptust á föstum skotum í fjölmiðlum. "Það eru litlir kærleikar milli þessara manna og þeir eiga eftir að verða enn grimmari nú þegar þeir aka fyrir sitt hvort liðið. Þetta gæti átt eftir að verða stórkostlegt einvígi," sagði Íslandsvinurinn Webber. Hann spáir því að Hamilton eigi eftir að verða góður á komandi tímabili, en tippar engu að síður á að Kimi Raikkönen hjá Ferrari muni vinna aftur. "Lewi er góður og þó bíllinn hans hafi verið mjög góður, var það engu að síður aðdáunarvert hvernig hann hélt í við Alonso. Ég held samt að það verði Kimi sem verður heimsmeistari. Honum og Ferrari-liðinu hefur gengið vel og ég hugsa að hann eigi eftir að njóta sín betur í ár nú þegar hann hefur náð að krækja sér í titil," sagði Ástralinn.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira