Framtíð á bláþræði 16. júlí 2008 00:01 fyrsta forsíða nyhedsavisen Fríblaðið kom út í fyrsta sinn 6. október 2006. Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh Héðan og þaðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh
Héðan og þaðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira