Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag 5. nóvember 2008 15:17 MYND/KK Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira