Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag 5. nóvember 2008 15:17 MYND/KK Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira