Innlent

Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag

MYND/Heiða

Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum.

Starfsmenn fengu tilkynningu um þetta í morgun um leið og greint var frá því að ríkissjóður hefði keypt 75 prósenta hlut í bankanum. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa fengið þessar upplýsingar. Starfsmenn eru nú á fundi með stjórnendum bankans þar sem farið er yfir tíðindi morgunsins.

Í tilkynningu Glitnis um málið að lokað sé tímabundið fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini hjá rekstrarfélaginu. Frestun á viðskiptum tekur til allra hlutdeildarskírteina. Er það mat rekstrarfélagsins að frestunin sé með hagsmunum eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×