Viðskipti erlent

Salan undir væntingum hjá Burberry

Karlfyrirsæta sýnir föt á tískusýningu Burberry.
Karlfyrirsæta sýnir föt á tískusýningu Burberry. Mynd/AFP

Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að sölutekjur á vörum undir merkjum bresku verslanakeðjunnar Burberrys hafi aukist um 14 prósent á milli ára á síðasta fjórðungi nýliðins árs og væntingar um að tekjur aukist um 20 prósent á seinni hluta ársins, þá er það undir spám stjórnenda, að því er Associated Press-fréttastofan greinir frá.

Stjórnendur segja í tilkynningu í dag, að velta í smásölu verslanakeðjunnar verði líklega lítillega undir væntingum enda hafi óseldar birgðir aukist. Þetta er í samræmi við spár stjórnenda hjá öðrum verslunum í Bretlandi sem segja árið verða erfitt í verslanarekstri.

Gengi bréfa í Burberry féll við þetta um 9,2 prósent í kauphöllinni í Bretlandi við upphaf viðskiptadagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×