Handbolti

Landsliðshópurinn tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari.
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari. Mynd/Anton

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur tilkynnt val sitt á landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu í forkeppni EM í handbolta sem fer fram í Makedóníu í desember.

Rúmenar eru með afar sterkt lið og því erfiðir leikir framundan fyrir íslenska liðið. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur klukkan 15.00. Síðari leikurinn fer fram í Rúmeníu laugardaginn 7. júní klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Júlíus valdi sautján leikmenn í hópinn þar sem nokkrir leikmenn eiga við meiðsli að stríða. Hrafnhildur Skúladóttir leikur sinn 99. landsleik nú um helgina og þann 100. í Rúmeníu um aðra helgi.

Einn nýliði er í hópnum en það er Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram.

Íslenski landsliðshópurinn:

Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir, Val

Íris Símonardóttir, Gróttu

Aðrir leikmenn:

Annar Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu

Arna Sif Pálsdóttir, HK

Dagný Skúladóttir, Val

Hanna G. Stefánsdóttur, Haukum

Hildigunnur Einarsdóttir, Val

Hrafnhildur Skúladóttir, SK Århus

Karen Knútsdóttir, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni

Rut Jónsdóttir, HK

Sara Sigurðardóttir, Fram

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna María Einarsdóttir, Fylki

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×