Fótbolti

Atletico fær heimaleikjabann

Fernando Torres fær ekki að spila á gamla heimavellinum sínum
Fernando Torres fær ekki að spila á gamla heimavellinum sínum NordicPhotos/GettyImages

Leikur Atletico og Liverpool í Meistaradeild Evrópu mun fara fram á hlutlausum velli eftir að spænska liðið var dæmt í heimaleikjabann af Knattspyrnusambandi Evrópu.

Atletico fékk þriggja leikja heimaleikjabann eftir ólæti stuðningsmanna þess í leik gegn Marseille fyrr í þessum mánuði. Þá var spænska félagið sektað um 150,000 evrur, en það er hæsta sekt sem félag hefur fengið fyrir óspektir og kynþáttaníð.

Þá var þjálfari liðsins Javier Aguirre einnig dæmdur í tveggja leikja bann fyrir móðgandi ummæli í garð leikmanna Marseille og hann verður því í banni í báðum leikjunum gegn Liverpool í riðlinum.

Næstu tveir heimaleikir Atletico þurfa að fara fram á hlutlausum velli í amk 300 km fjarlægð frá Madrid og fær liðið þriðja leikinn í bann ef stuðningsmennirnir verða með ólæti á næstu fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×