Enski boltinn

Björgólfur: Bjartir tímar framundan hjá West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður West Ham, segir bjarta tíma framundan hjá félaginu þrátt fyrir uppsögn Alan Curbishley knattspyrnustjóra í gær.

Í samtali við BBC segir Björgólfur að langtímamarkmið félagsins verði höfð að leiðarljósi eftir sem áður.

"Ég get fullyrt það við trausta stuðningsmenn liðsins á mínu fyrsta heila ári sem stjórnarformaður að við vinnum hörðum höndum að því að ná árangri með félagið. Allir í stjórninni ætla að leggjast á eitt við að ná settum takmörkum. Við erum með langtímaáætlun sem tekur mið af fortíð, nútíð og framtíð félagsins og ekkert mun aftra því. Stuðningsmenn liðsins geta því horft björtum augum til framtíðar innan sem utan vallar," sagði Björgólfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×