Íslenski boltinn

Hjörtur bjargaði stigi fyrir Þrótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur skoraði mark Þróttar í kvöld.
Hjörtur skoraði mark Þróttar í kvöld.
Fram komst í kvöld nálægt því að vinna sinn fjórða leik í röð en Hjörtur Hjartarson sá til þess að liðin skildu jöfn að stigum.

Hjörtur er nýbúinn að taka út tveggja leikja bann og hann kom inn á sem varamaður á 54. mínútu. Vítaspyrna var dæmd á 88. mínútu eftir að Joe Tillen togaði niður Jón Ragnar Jónsson og skoraði Hjörtur af öryggi úr vítinu.

Paul McShane skoraði mark Fram í fyrri hálfleik. Til að lesa nákvæma lýsingu á gangi leiksins og öllum helstum atriðum nægir að fara á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Fram er enn í fjórða sæti deildarinnar og er nú með 25 stig. Þróttur er með átján stig í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×