Erlent

Bush hvetur Kínverja til að ræða við Dalai Lama

Óli Tynes skrifar
Bush tók vel á móti Dalai Lama þegar hann heimsótti Bandaríkin á dögunum. Kínverjum til mikillar mæðu.
Bush tók vel á móti Dalai Lama þegar hann heimsótti Bandaríkin á dögunum. Kínverjum til mikillar mæðu.

George Bush forseti Bandaríkjanna hvetur Kínverja til þess að hefja viðræður við Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbets.

Mikil mótmæli hafa verið víða um heim vegna meðferðar Kínverja á Tíbetum, í tengslum við Ólympíuleikana.

Kínverjar hafa tekið mjög harða stefnu og kenna Dalai Lama um að hafa hrundið óeirðunum af stað. Dalai Lama hefur hinsvegar hvatt bæði Kínverja og landsmenn sína að sýna stillingu og forðast öll ofbeldisverk.

Bush átti í dag fund með Goh Chaok Tong, forsætisráðherra Singapore. Á fundi með fréttamönnum eftir fundinn sagði Bush að hann og ráðherrann væru sammála um að það myndi reynast Kínverjum vel að hefja viðræður við fulltrúa tíbetska leiðtogans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×