Fótbolti

Mancini yngri spilaði sinn fyrsta leik

Mancini kemur inn fyrir Hernan Crespo í leiknum í gær
Mancini kemur inn fyrir Hernan Crespo í leiknum í gær Mynd/Heimasíða Inter

Filippo Mancini, sonur þjálfarans Roberto Mancini hjá Inter, spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn með aðalliði félagsins þegar það vann Reggina 3-0 í síðari leik liðanna í ítalska bikarnum.

Hinn 17 ára gamli Mancini fékk að spila síðustu mínúturnar eftir að koma inn sem varamaður fyrir sjálfan Hernan Crespo og var í sjöunda himni eftir frumraunina.

"Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Þetta kvöld hefur tilfinningalega þýðingu fyrir mig og mig langar að þakka föður mínum og öllum þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir á ferlinum," sagði Filippo litli og taldi upp alla þjálfara sína

"Pabbi sagði mér bara að reyna að vera rólegur," sagði strákurinn.

Roberto faðir hans var líka stoltur af stráknum, en margir muna vel eftir þeim gamla úr ítalska boltanum - þar sem hann skoraði grimmt á sínum tíma.

"Þetta var frábær tilfinning og þetta hafði áhrif á mig. Sonur minn er ungur og hæfileikaríkur rétt eins og hinir guttarnir sem fengu tækifæri hjá báðum liðum. Ítalski bikarinn er kannski ekki sú keppni sem nýtur mestrar virðingar, en margir af ungu leikmönnunum fá þar tækifæri til að stíga sín fyrstu skref," sagði Mancini eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×