Erlent

Tugir ábendinga um mannræningja Madeleine

Rannsóknarlögreglumenn sem McCann hjónin réðu til að rannsaka málið létu listamann sem gjarnan vinnur fyrir FBI teikna myndina.
Rannsóknarlögreglumenn sem McCann hjónin réðu til að rannsaka málið létu listamann sem gjarnan vinnur fyrir FBI teikna myndina.
Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarlögreglumönnum á vegum McCann hjónanna eftir að teikningar af meintum mannræningja Madeleine voru birtar í gær. Nú er verið að rannsaka upplýsingarnar sem hafa borist.

Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir skýrleika teikninganna vera þannig að maðurinn hljóti að finnast. Hann hljóti að vera tengdur hvarfi stúlkunnar. "Ef maðurinn er saklaus biðjum við hann að gefa sig fram svo hægt sé að útiloka hann sem grunaðan í málinu," sagði Mitchell.

Madeleine hvarf af hótelíbúð á Praia da Luz í Portúgal 3. maí síðastliðinn. Lögregla fékk lýsingu á manninum undir lok maímánaðar þar sem sést hafði til hans haga sér grunsamlega í nálægð hótelsins.

Teikningarnar eru gerðar af sérfræðingi sem FBI leitar gjarnan til og eru byggðar á upplýsinum Gail Cooper, bresks ferðamanns sem dvaldi á hóteli 600 metrum frá hóteli McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×