Handbolti

Svíþjóð og Noregur komust einnig í undankeppni ÓL

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnus Jernemyr eftir að Svíar töpuðu fyrir Þjóðverjum í dag.
Magnus Jernemyr eftir að Svíar töpuðu fyrir Þjóðverjum í dag. Nordic Photos / AFP

Það er sárabót fyrir Svíþjóð og Noreg að bæði lið komust í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í dag þrátt fyrir að hafa naumlega misst af sæti í undanúrslitum EM í Noregi.

Svíþjóð og Noregur náðu bestum árangri þeirra liða á EM sem voru ekki búin að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Eins og útskýrt er hér voru tvö laus sæti í undankeppninni fyrir þær þjóðir (Ísland, Svíþjóð, Noreg, Slóvakíu, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Slóveníu, Tékkland og Svartfjallaland).

Noregur varð í þriðja sæti í 1. milliriðli eftir að hafa gert jafntefli við Króata í kvöld. Jöfnunarmarkið var dýrmætt því hefðu Norðmenn tapað hefðu þeir færst niður í fórða sæti 1. milliriðils og þurft að keppa við Ungverja um laust sæti í undankeppni ÓL.

Svíar töpuðu fyrir Þjóðverjum í kvöld og lauk því keppni með fimm stig, rétt eins og Ungverjar. Svíar og Ungverjar gerðu jafntefli en Svíar lenda ofar í riðlinum þar sem liðið er með betri heildarmarkatölu. 

En þótt Ísland hafi náð verri árangri en Svíþjóð og Noregur kemst liðið áfram í undankeppni ÓL þar sem liðið varð í áttunda sæti á HM í fyrra. Hvernig það gerðist má lesa um hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×