Handbolti

Ísland í pottinum er dregið verður í undankeppni HM kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Júlíus Jónasson er landsliðsþjálfari kvenna í handbolta.
Júlíus Jónasson er landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Mynd/Anton

Um helgina verður dregið í undankeppni EM kvenna í handbolta sem fer fram dagana 2.-14. desember næstkomandi í Makedóníu.

Ísland komst upp úr sínum riðli í forkeppninni og verður því með í pottinum þegar dregið verður um helgina.

Tvö og tvö lið dragast saman og mætast þau heima og að heiman. Leikið verður helgina 31. maí - 1. júní annars vegar og 7.-8. júní hins vegar.

Drátturinn fer fram klukkan 11.00 að íslenskum tíma í Lillehammer þar sem leikið verður til úrslita á EM í handbolta nú um helgina

Sextán lið munu taka þátt í lokakeppni EM í Makedóníu og eru sex lið þegar búnar tryggja sér sæti í lokakeppninni.

Norðmenn eru ríkjandi Evrópumeistarar og fá því beinan þátttökurétt auk þeirra fjögurra þjóða sem náðu 2.-5. sæti. Það eru Rússland, Frakkland, Þýskaland og Ungverjaland.

Þá fá Makedónar þátttökurétt sem gestgjafar.

Liðunum er raðað í þrjá styrkleikaflokka.

Í fyrsta flokki eru þau sex lið frá Evrópu sem kepptu á HM í Frakklandi á síðast ári en komust ekki í undankeppnina í gegnum EM fyrir tveimur árum.

Í öðrum flokki eru þau fimm lið sem kepptu á EM fyrir tveimur árum en komust ekki á HM í Frakklandi í fyrra.

Í þriðja flokki eru þau níu lið sem komust áfram úr forkeppninni sem haldin var í haust.

1. styrkleikaflokkur: Austurríki, Króatía, Spánn, Pólland, Rúmenía og Úkraína.

2. styrkleikaflokkur: Danmörk, Holland, Slóvenía, Serbía og Svíþjóð.

3. styrkleikaflokkur: Hvíta-Rússland, Tékkland, Ísland, Ítalía, Litháen, Svartfjallaland, Portúgal, Slóvakía og Tyrkland.

Drátturinn fer þannig fram:

1. Lið úr fyrsta og þriðja styrkleikaflokki eru dregin saman í fyrstu sex viðureignirnar.

2. Lið úr öðrum og þriðja styrkleikaflokki eru dregin saman í næstu þrjár viðureignirnar.

3. Þau tvö lið sem eru eftir í öðrum styrkleikaflokki mætast í síðustu viðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×