Aðgerðarleysi í málefnum Byrgisfólksins er mannréttindabrot Breki Logason skrifar 31. janúar 2008 12:02 Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar. „Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur." Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég verð bara að segja að hann opinberar þá sýn okkar á það að fagfólk er ekki að horfa á hlutina í samræmi við raunveruleikann," segir Sveinn Magnússon framkvæmdarstjóri Geðhjálpar um ummæli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis í fréttaskýringarþættinum Kompás í vikunni. Matthías sagði í þættinum að engin skrifleg kvörtun hefði borist embættinu sem hefði samþykkt skýrslu sérstaks vinnuhóps um málefni skjólstæðinga Byrgisins. Mæður stúlkna sem voru í Byrginu héldu því hinsvegar fram í þættinum að þjónustan hefði brugðist. Dætrum þeirra hefði verið vísað frá geðdeild þó þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi. Matthías sagðist hafa kannað eitt slíkt tilvik og í ljós hafi komið að það hefði verið uppspuni. „Það var algjörlega rangt". Sveinn er þessu ekki sammála og segir Matthías vera í andstöðu við þá hugmyndafræði sem Sveinn og fleiri vilja beita og saka þá um forsjárhyggju. „Hann hefur haldið því fram í mín eyru að ég og aðrir séum tilbúnir að brjóta á persónuréti þessa fólks. En aðgerðarleysi í málefnum þessa fólks eru mannréttindabrot," segir Sveinn og nefnir að ástand þessarar stúlkna hafi verið ígildi meðvitundarleysis og því hafi mönnum verið skylt að veita þeim hjálp. Sveinn segir að fyrst og fremst greini mönnum á um hugmyndafræði. Hann vill þó hjálpa fólki sem er í slíku ástandi og segist enn argari yfir því fagfólki sem ekki geri sér grein fyrir þessum birtingarmyndum geðsjúkra. „Varðandi það að Matthías segir að ekki hafi verið leitað til hans þá spyr ég hvort hann hafi velt vöngum yfir því hversvegna menn hafi ekki leitað til hans. Miðað við hvernig móttakan hefur verið á þessu fólki þá hefur maður bara ekki orku til þess að leita til embættis sem er hvorki fugl né fiskur," segir Sveinn sem viðurkennir að honum sé nokkuð heitt í hamsi yfir þessu máli. „Því miður er mikil brotalöm á þessu en ég spyr hvað er búið að gera fyrir þetta fólk?" Aðspurður um hver næstu skref séu í þessu máli segir Sveinn: „Það hefur verið stöðug krafa af okkar hálfu að eitthvað sé gert þó við höfum ekki verið að hrópa um það í fjölmiðlum. En ég vil þakka Kompás fyrir að fylgja þessu máli eftir" Sveinn segir að í þessu máli hafi bóla sprungið með miklum látum. „En ríkið hefur ákveðna taktík og það er að þegja þunnu hljóði. En því má ekki gleyma að hér er verið að fjalla um þá allra veikustu, sem eru líka lifandi manneskjur."
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent