Erlent

Ekki okkur að kenna -OPEC

Óli Tynes skrifar
Chakib Khelil, forseti OPEC.
Chakib Khelil, forseti OPEC.

Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun.

Viðskiptaríkin segja að hátt verð á olíu hafi lamandi áhrif á efnahag um allan heim og Bandaríkin séu jafnvel á leið inn í kreppu. OPEC gefur lítið fyrir að hátt olíverð eigi þar sök.

"Þetta er ekki okkur að kenna," segir Chakib Khelil, forseti samtakanna. Hann bendir á undirmálslán bandarískra banka, sem hafi komið hræringunum af stað.

Khelil metur það svo að sálrænir þættir og pólitískir bætti 30 dollurum við hið raunverulega verð á olíu, miðað við framboð og eftirspurn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×