Erlent

Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó

Óli Tynes skrifar
Brostu, þú ert í Mexíkó.
Brostu, þú ert í Mexíkó.

Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu.

Læknisþjónusta er dýr í Bandaríkjunum, ekki síst tannlæknaþjónusta.

Króna á eina tönn í Bandaríkjunum kostar um 40 þúsund krónur, en 12 þúsund í Mexíkó.

Milljónir Bandaríkjamanna sem ekki hafa sjúkratryggingu fara því yfir landamærin.

Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er raunar svo dýr að þartil þeganar þeirra uppgötvuðu Mexíkó fóru þeir alla leið til Ungverjalands eða Taílands til þess að láta hressa upp á stellið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×