Handbolti

GOG tapaði mikilvægum stigum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir GOG í gær.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir GOG í gær. Mynd/Pjetur

FCK er á góðri leið með að stinga af í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að liðið vann Skjern í gær. Um leið tapaði GOG mikilvægum stigum.

Sigur FCK var afar naumur en lokatölur urðu 32-31. Vignir Svavarsson var markahæstur leikmanna Skjern með sjö mörk en Arnór Atlason lék ekki með FCK vegna meiðsla.

Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum með GOG í gær en það dugði ekki til gegn Team Tvis Holstebro sem vann leikinn, 25-23. Snorri skoraði átta mörk og var langmarkahæstur sinna manna en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk í leiknum.

FCK er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar með 30 stig. Århus og Kolding eru með 24 stig en GOG með 23 stig. Öll þessi lið hafa spilað átján leiki en í fimmta sæti er Bjerringbro-Silkeborg með 22 stig eftir sautján leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×