Innlent

Fagna samstöðu um REI skýrsluna

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi.
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi.

Borgarráð fagnar því að samstaða hafi náðst um niðurstöðu stýrihóps vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi borgarráðs í dag.

„Borgarráð tekur undir með stýrihópnum að slík sátt um þetta mál er mjög mikilvæg, þrátt fyrir að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka hafi augljóslega ólíkar áherslur um einstaka efnisþætti. Borgarráð lýsir stuðningi við skýrslu stýrihópsins og þær tillögur sem þar koma fram og hafa það einkum að markmiði að treysta enn frekar stjórnsýslu á vettvangi Orkuveitu Reykjavíkur, tryggja góð vinnubrögð og betri aðkomu kjörinna fulltrúa, fyrir hönd eigenda fyrirtækisins, að stórum ákvörðunum. Borgarráð þakkar fulltrúum í stýrihópnum, starfsmanni hans og öðrum sem komu að þessu umfangsmikla starfi, vel unnin störf og væntir góðrar samstöðu um aðgerðir sem boðaðar eru í skýrslu hópsins," segir í bókun borgarráðs.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má sjá lokaskýrslu stýrihóps borgarráðs um REI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×