Körfubolti

Valsstúlkur unnu Grindavík

Molly Peterman var stigahæst í Valsliðinu.
Molly Peterman var stigahæst í Valsliðinu.

Valur heldur áfram að gera góða hluti í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Liðið vann Grindavík 68-58 í dag og heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina.

Grindavík tókst því ekki að komast upp við hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar.

Molly Peterman skoraði 33 stig fyrir Val en Signý Hermannsdóttir var með 12 stig og 13 fráköst. Tiffany Roberson var með 18 stig fyrir Grindavík og tók auk þess 15 fráköst.

Íslandsmeistarar Hauka unnu Fjölni örugglega 91-59 í Grafarvoginum. Kiera Hardy var með 22 stig og 12 fráköst fyrir Hauka en Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 17 stig.

Slavica Dimovska var stigahæst í Fjölnisliðinu með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×