Liverpool í vænlegri stöðu 19. febrúar 2008 21:35 Steven Gerrard Nordic Photos / Getty Images Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira
Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira