Handbolti

Enn tapar GOG dýrmætum stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir GOG í gær.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir GOG í gær.

GOG gerði í gær jafntefli við Bjerringbro-Silkeborg, 30-30, í mikilvægum leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur leikmanna GOG með sex mörk en Snorri Steinn Guðjónsson kom næstur ásamt öðrum með fjögur mörk.

Þá vann Fredericia góðan sigur á Kolding, 25-23, þar sem Fannar Þorbjörnsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu eitt mark hver fyrir Fredericia. Gísli Kristjánsson komst ekki á blað.

GOG er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, rétt eins og Århus GF sem á reyndar leik til góða. FCK á einnig leik til góða en er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Bjerringbro-Silkeborg er svo í fjórða sæti með 25 stig.

Fredericia er í níunda sæti deildarinnar með nítján stig en Kolding í því fimmta með 24 stig.

Sigurður Ari Stefánsson fór á kostum með Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Hann skoraði ellefu mörk í 35-31 sigri á Stord en Ingimundur Ingimundarson skoraði fimm mörk.

Þá skoraði Magnús Ísak Ásbergsson þrjú mörk fyrir Kragerö sem tapaði stórt fyrir Sandefjord, 43-25.

Kragerö er enn á botni deildarinnar með eitt stig en Elverum er í fjórða sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×