Handbolti

FCK vann góðan sigur á GOG

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tæpan þriðjung marka GOG í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tæpan þriðjung marka GOG í kvöld.
Arnór Atlason og félagar í FCK eiga sigur næsta vísan í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að hafa unnið GOG í kvöld, 31-23, á útivelli.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur á vellinum með sjö mörk en félagi hans hjá GOG, Snorri Steinn Guðjónsson, skoraði tvö mörk.

Arnór Atlason lék ekki með FCK vegna meiðsla.

FCK er nú með tíu stiga forystu á GOG sem er í þriðja sæti með 26 stig. Århus GF er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, átta stigum á eftir FCK en liðið á leik til góða þar að auki.

Heil umferð fór fram í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Elverum vann góðan sigur á Stavanger þar sem Sigurður Ari Stefánsson og Ingimundur Ingimundarson skoruðu þrjú mörk hver fyrir Elverum.

Magnús Ísak Ásbergsson skoraði tvö mörk fyrir Kragerö sem tapaði fyrir Haslum á heimavelli, 35-25.

Elverum er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en Kragerö á botninum með eitt stig. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×