Handbolti

Tímabilið búið hjá Ragnari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson á bekknum hjá íslenska landsliðinu.
Ragnar Óskarsson á bekknum hjá íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Ragnar Óskarsson sleit um helgina krossbönd í hné og verður hann af þeim sökum frá út tímabilið. Líklegt er að hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Eins og fram kom í viðtali við Ragnar hér á Vísi í upphafi desember á síðasta ári skaddaði hann krossböndin í leik í lok nóvember. Ragnar spilaði ekkert í desember og janúar en var byrjaður að spila á fullu þegar hann meiddist á nýjan leik.

Í þetta sinn var það í leik liðs hans, USAM Nimes, gegn Sélestat á útivelli sem Ragnar og félagar unnu, 31-30. Ragnar skoraði eitt mark í leiknum áður en hann meiddist.

Fyrr í vikunni kom svo í ljós að krossbandið væri nú slitið og er ekki ólíklegt að hann þurfi að gangast undir aðgerð. Hann sleit sömu krossbönd fyrir sex árum síðan og var þá frá í átta mánuði.

Ragnar er sagður vera besti leikstjórnandi frönsku úrvalsdeildarinnar á heimasíðu Nimes en nú sé tímabilið einfaldlega búið.

Hann var í haust langmarkahæstur í frönsku deildinni en hefur nú misst nokkra fyrir ofan sig. Hann hefur skorað 104 mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Ragnar: Hélt að tímabilið væri búið

Ragnar Óskarsson verður frá næsta mánuðinn að minnsta kosti vegna hnémeiðsla. Batahorfur eru þó betri en hann óttaðist fyrirfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×