Handbolti

Dagur að taka við austurríska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson var fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára.
Dagur Sigurðsson var fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára. Mynd/Teitur

Dagur Sigurðsson staðfesti í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að hann muni líklega taka við yfirþjálfun austurríska landsliðsins í handbolta.

„Austurríska landsliðið er tveimur klössum slakara en íslenska landsliðið," sagði Dagur. „En mitt verkefni verður að móta lið sem á að taka þátt á EM 2010. En þrátt fyrir að liðið sé ekki jafn gott og íslenska liðið sé ég ákveðna möguleika í stöðunni og lít á þetta sem stóra áskorun."

Dagur afþakkaði boð um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins í handbolta en hann var einn fjögurra sem hafnaði starfinu. Á endanum var Guðmundur Guðmundsson ráðinn.

Dagur var þjálfari austurríska meistaraliðsins A1-Bregenz til margra ára en hann lét af því starfi síðastliðið vor.

Austurríki mun halda Evrópumeistaramótið í handknattleik árið 2010 og því spennandi tímar framundan í handboltastarfinu þar í landi. Austurríki hefur ekki verið hátt skrifað hingað til í karlahandboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×