Handbolti

Sävehof náði öðru sætinu - Malmö féll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson og félagar í Sävehof gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Hreiðar Guðmundsson og félagar í Sävehof gátu leyft sér að fagna í kvöld.

Sävehof náði í kvöld í annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að lokaumferð deildakeppninnar fór fram í kvöld.

Hammarby var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leiki kvöldsins en þrjú lið börðust um annað sæti deildarinnar.

Sävehof dugði sigur í kvöld til að ná öðru sætinu og liðið vann öruggan tíu marka sigur á Lindesberg, 31-21. Hin liðin, Ystad og H43, unnu sína leiki.

Ystad vann tveggja marka sigur á Malmö, 28-26, sem varð í næstneðsta sæti deildarinnar og féll þar með um deild. Guðlaugur Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Malmö í kvöld.

Hreiðar Guðmundsson er aðalmarkvörður Sävehof sem mætir einmitt Lindesberg í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×