Handbolti

Strákarnir ekki á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, skoraði tvö mörk í dag.
Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, skoraði tvö mörk í dag. Mynd/Valli
Íslenska U-20 landsliðið í handbolta tapaði í dag lokaleik sínum í undankeppni fyrir EM í sumar.

Ísland tapaði í dag fyrir heimamönnum Þjóðverja, 34-26, en fyrir leikinn voru bæði liðin ósigruð í riðlinum.

Þjóðverjar leiddu í hálfleik með fjórum mörkum, 16-12, og gerðu svo endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. Mestur varð munurinn tíu mörk.

Orri Gíslason skoraði átta mörk í dag og Ingvar Guðmundsson varði fimmtán skot í markinu.

Mörk Íslands: Orri Freyr Gíslason 8, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 5, Þröstur Þráinsson 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Anton Rúnarsson 2 og Oddur Grétarsson 1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×