Handbolti

Annar sigur hjá lærisveinum Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson skömmu eftir ráðningu sína í upphafi mánaðarins.
Dagur Sigurðsson skömmu eftir ráðningu sína í upphafi mánaðarins. Mynd/HAGENpress/Leo Hagen
Austurríska landsliðið vann í dag Túnis, 37-32, á lokadegi æfingamóts í Innsbruck í Austurríki.

Dagur Sigurðsson var að stýra sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari Austurríkis og er óhætt að segja að hann hafi komist vel frá framrauninni.

Austurríki tapaði fyrir Svíþjóð í fyrsta leik eftir að hafa haldið spennu í leiknum allt til loka.

Í gær gerðu þeir sér svo lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Þýskalands. Í dag kórónuðu þeir góða frammistöðu með því að vinna Túnis og tryggja sér þar með annað sætið á mótinu.

Þýskaland og Svíþjóð áttust svo við í lokaleik mótsins. Svíar unnu með sex marka mun, 26-20, og unnu þar með alla sína leiki á mótinu. Þjóðverjar unnu einn leik en Túnisar engan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×