Handbolti

Danir hafa meiri áhuga á handboltalandsliðinu

AFP

Danska handboltalandsliðið hefur heldur betur slegið í gegn í heimalandi sínu eftir sigurinn á EM í Noregi. Mun fleiri Danir segjast þannig hafa áhuga á að horfa á handboltalandsliðið spila í sjónvarpinu en knattspyrnulandsliðið.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem TV2 lét gera, en þar kom fram að 43% aðspurðra vildu sjá handboltalandsliðið á skjánum en aðeins 36% vildu sjá lærisveina Morten Olsen í knattspyrnulandsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×