Erlent

Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld

Viðskiptaháskólinn í Durham.
Viðskiptaháskólinn í Durham.

Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína.

Antoniou vék fyrst sem deildarforseti í september þegar ásakanirnar komu fram. Hann var síðan rekinn frá háskólanum á meðan rannsókn fór fram á ritstuldinum og var síðan sviptur doktorsgráðunni frá York háskólanum sem hafði veitt honum verðlaun fyrir ritgerðina árið 1986.

Durham setti á laggirnar nokkurskonar dómstól sem hefur sett fram tvær ákærur vegna slæmrar hegðunar Antoniou í starfi, sem tengjast ritstuldinum í doktorsritgerðinni og blaðagreininni.

Í yfirlýsingu frá Viðskiptaháskólanum í Durham kemur fram að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að brot Antonoiu séu næg ástæða fyrir brottrekstri og því var mælt með því að hann yrði rekinn.

„Aðstoðarrektor hefur ákveðið að fara eftir tillögu dómstólsins og því er Antoniou ekki lengur starfsmaður við háskólann."

„Skólinn lítur ritstuld mjög alvarlegum augum. Við skuldbindum okkur til þess rannsaka ásakanir sem þessar eins vel og við getum, við erum einnig skuldbundin til þess að grípa til aðgerða við niðurstöðum slíkra rannsókna, líkt og gert var í þessu tilfelli," segir Chris Higgins aðstoðarrektor skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×