Guðbjarni Traustason, sem hlaut ríflega sjö ára dóm fyrir fíkniefnasmygl í Pólstjörnumálinu svokallaða, mun halda til Færeyja um helgina til þess að bera vitni í máli gegn Birgi Marteinssyni, sem er staddur þar.
Hinir dæmdu brotamenn úr Pólstjörnumálinu sögðu sögu sína í viðtali við Karen Kjartansdóttur blaðamann, sem birt er hér á Vísi. Þar segist Guðbjarni vera leiðastur yfir að saklaus maður sem átti aldrei að koma nálægt þessu máli hafi setið í einangrun tæplega hálft ár og eigi von á fangelsisdómi fyrir eitthvað sem Guðbjarni hafi sjálfur komið honum í.
Guðbjarni fer því út til að freista þess að hreinsa mannorð hans.
Innlent