Erlent

Tala látinna yfir 100.000 í Búrma

Um fimm þúsund ferkílómetrar lands eru undir vatni.
Um fimm þúsund ferkílómetrar lands eru undir vatni.

Bandarískir diplómatar sem staddir eru í Búrma segja að tala látinna sé yfir hundrað þúsund. Fram hefur komið að ein milljón manna sé heimilislaus eftir yfireið fellibyljarins og þá eru enn um fimm þúsund ferkílómetrar lands undir vatni.

„Upplýsingar sem við erum að fá benda til að tala látinna sé yfir 100.000 á hamfarasvæðunum," sagði Shari Villarosa hjá bandaríska sendiráðinu í Myanmar.

Stjórnvöld í Búrma höfðu áður greint frá því að 23 þúsund manns hafi farist en talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að tala látinna gæti hækkað umtalsvert án þess þó að nefna tiltekna tölu.

Það var síðan staðfest núna síðdegis að tala látinna væri yfir hundrað þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×