Enski boltinn

West Ham að styrkja sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
David di Michele fagnar marki.
David di Michele fagnar marki.

West Ham hefur fengið ítalska sóknarmanninn David di Michele og Kongómanninn Herita Ilunga á lánssamningum út tímabilið. Enska knattspyrnusambandið á þó enn eftir að staðfesta skiptin.

Di Michele er 32 ára og er á mála hjá Torino á Ítalíu en Ilunga er 26 ára vinstri bakvörður sem er samningsbundinn Toulouse í Frakklandi. Di Michele á sex landsleiki að baki fyrir ítalíu en hann hefur víða komið við. Hjá Udinese naut hann mestrar velgengni en hann skoraði 15 mörk í 37 leikjum tímabilið 2004-05.

Þá er West Ham í viðræðum við Stephen Appiah, miðjumann frá Gana. Þessi 27 ára leikmaður fékk sig lausan undan samningi sínum við Fenerbahce nýverið.

Fyrr í sumar klófesti West Ham þá Valon Behrami og Jan Lastuvka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×