Handbolti

Handboltastelpa gerir það gott í Top Model

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yvotte Broch þarf að velja á milli fyrirsætustarfa og handboltans.
Yvotte Broch þarf að velja á milli fyrirsætustarfa og handboltans. Mynd/Heimasíða HNTM

Yvette Broch, efnilegur línumaður frá Hollandi, gerir það nú gott í raunveraleikaþættinum Holland's Next Top Model.

Eins og nafn þáttarins gefur til kynna er um að ræða hollenska útgáfu af þættinum America's Next Top Model sem hefur verið sýndur á Skjá Einum um árabil.

Broch var valin í lið Evrópumóts ungmennalandsliða sem fór fram í Slóvakíu í fyrra og var valin í A-landsliðs hóp Hollands í haust. Hún meiddist hins vegar á hné og gat því ekki spilað.

Það gerði hins vegar mögulegt að taka þátt í þættinum sem nú er verið að sýna í Hollandi. Hún hefur komist í gegnum fyrstu þrjár umferðirnar en hægt er að fylgjast með gangi mála hér.

Broch hefur þó ekki sagt skilið við handboltann en sem komið er. Hún spilaði með liði sínu Quintus um helgina en viðurkennir þó að módelstörf og handboltinn fari ekki vel saman.

„Í handboltanum styrkjum við okkur mikið á æfingum. Ég verð að komast að ákvörðun mjög fljótlega," sagði hún í samtali við hollenska fjölmiðla.

Það er að miklu að keppa í þættinum. Sigurvegarinn fær að launum fjögurra mánaða samning sem andlit ICI PARIS CL snyrtivöruframleiðandans sem og Citroen-bifreið. Sigurvegarinn birtist einnig á forsíðu Grazia-tímaritsins. Að síðustu fær sigurstúlkan starfssamning við módelskrifstofu að verðmæti tæplega níu milljóna króna.

Heimasíða keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×