Lífið

Flestir horfðu á Hlustendaverðlaun FM 957

Sprengjuhöllin var ein af þeim hljómsveitum sem fékk verðlaun á hátíðinni.
Sprengjuhöllin var ein af þeim hljómsveitum sem fékk verðlaun á hátíðinni. MYND/DANÍEL
Hlustendaverðlaun FM 957 sem voru send út í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn eru vinsælasti dagskrárliður stöðvarinnar í aldursflokknum 12-49 ára þessa vikuna. Þetta kemur fram í vikulegri könnun sem Capacent Gallup gerir. Hæðin kom rétt á eftir.

19% horfðu á Hlustendaverðlaunin í beinni útsendingu þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson fór á kostum og hirti öll þau verðlaun sem hann var tilnefndur til. 17,9% horfðu á Hæðina en lokaþátturinn er einmitt sýndur í beinni útsendingu í kvöld.

Sjálfstætt fólk er með 13,7% og Fréttir Stöðvar 2 eru í 13,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×