SPRON styrkir Badmintonsamband Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:31 Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, handsala samninginn. Guðmundi þáði forláta badmintonspaða að gjöf frá Badmintonsambandinu í tilefni dagsins. Mynd/Arnaldur Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON." Innlendar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira
Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON."
Innlendar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira