Enski boltinn

Lampard vildi koma til Inter

NordcPhotos/GettyImages

Massimo Moratti, forseti Inter Milan á Ítalíu, heldur því fram að Frank Lampard hjá Chelsea hafi ólmur viljað ganga í raðir ítalska liðsins í sumar, en fjölskylduástæður hafi gert það að verkum að hann ákvað að vera áfram á Englandi.

"Ég var alls ekki vonsvikinn eftir samtal mitt við hann. Frank er mjög alvörugefinn og einbeittur maður. Hann vildi fara frá Chelsea, ég er viss um það, en ég held að fjölskylduaðstæður hafi gert honum erfitt um vik. Hann er mjög náinn föður sínum og því reyndist erfitt að lokka hann til Ítalíu. Jose Mourinho vildi fá hann, en við vissum að það yrði erfitt. Við fengum Sulley Muntari í staðinn og okkur þykir það ágæt málamiðlun," sagði forsetinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×