Handbolti

Elverum í úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Elverum.
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Elverum.
Íslendingaliðið Elverum komst í kvöld í úrslitaleikinn um norska meistaratitilinn í handbolta.

Elverum vann Haugaland í undanúrslitunum, 27-24, eftir að hafa leitt í hálfleik, 14-11.

Ingimundur Ingimundarson og Sigurður Ari Stefánsson skoruðu fjögur mörk hvor í leiknum.

Elverum mætir Drammen í úrslitunum en liðið vann sigur á Sandefjord í hinni undanúrslitaviðureigninni, 33-28.

Þeir Glenn Solberg og Frode Hagen munu leggja skóna á hilluna eftir leikinn á morgun en þeir hafa verið með betri leikmönnum Noregs undanfarin ár og áratugi. Hagen fór á kostum í leiknum í kvöld og skoraði tólf mörk.

Drammen verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun enda liðið bæði deildar- og bikarmeistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×