Handbolti

Skjern komst ekki í úrslitakeppnina

Vignir Svavarsson og félagar komast ekki í úrslitakeppnina
Vignir Svavarsson og félagar komast ekki í úrslitakeppnina Mynd/heimasíða Skjern

Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Skjern í dag þegar liðið lagði Fredericia 30-27 í lokaumferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigurinn nægði þó Skjern ekki því liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni og náði því ekki í úrslitakeppnina.

Hannes Jón Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia í dag líkt og Fannar Þorbjörnsson og Gísli Kristjánsson skoraði eitt mark.

GOG fer í úrslitakeppnina og í dag vann liðið öruggan útisigur á Ringsted 36-25. Þá vann Aarhus sigur á Nordsjælland 31-28.

Það verða því FCK og Silkeborg annars vegar og Arhus og GOG sem mætast í úrslitakeppninni um meistaratitilinn.

Úrslitin í lokaumferðinni í dag:

Bjerringbro-Silkeborg 43-27 AaB Håndbold

Nordsjælland Håndbold 28-31 Århus GF

Viborg HK 26-28 Team Tvis Holstebro

Mors-Thy Håndbold 27-30 KIF Kolding

TMS Ringsted 25-36 GOG Svendborg TGI

Skjern Håndbold 30-27 Fredericia HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×