Innlent

Halldóra Eldjárn jarðsungin

Kristján Andri Stefánsson, Stefán Hallur Stefánsson, Úlfur Eldjárn, Ari Eldjárn, Eyrún Hjörleifsdóttir, Grímur Hjörleifsson, Árni Eldjárn og Halldóra Eldjárn bera kistu frú Halldóru Eldjárn, forsetafrúar frá Dómkirkjunni.
 Fréttalbaðið/arnþór
Kristján Andri Stefánsson, Stefán Hallur Stefánsson, Úlfur Eldjárn, Ari Eldjárn, Eyrún Hjörleifsdóttir, Grímur Hjörleifsson, Árni Eldjárn og Halldóra Eldjárn bera kistu frú Halldóru Eldjárn, forsetafrúar frá Dómkirkjunni. Fréttalbaðið/arnþór
Fjölmenni var við útför Halldóru Kristínar Ingólfsdóttur Eldjárn forsetafrúar sem jarðsungin var frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Frú Halldóra var fædd á Ísafirði 24. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. desember síðastliðinn.

Hinn 6. febrúar 1947 giftist Halldóra Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði og síðar þriðja forseta Íslands. Kristján gegndi forsetaembætti á árunum 1968 til 1980. Kristján lést tveimur árum eftir að hann lét af embætti.

Í minningarorðum sínum um frú Halldóru segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hana hafa verið hina hlýju og vitru móður, vin og ráðgjafa barna sinna, virðulega og alþýðlega í senn við hlið manns síns.

Ólafur Ragnar segir hana hafa verið húsfreyju á Bessastöðum í anda þess höfðingsskapar og látleysis sem Íslendingar hafa jafnan metið mikils. Hún og Kristján hafi verið virtir fulltrúar þjóðarinnar, heimsótt byggðir landsins og verið góðir gestgjafar heim að sækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×